Innlent

Trukk í uppgræðsluna

Efnt verður til viðburðarins, "Trukk í uppgræðsluna" við Litlu kaffistofuna á morgun kl. 9:30-10:30. Viðburðurinn er hluti af uppgræðslu samstarfi GFF, Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs, sog Olís, sem munu skrifa undir samstarfssamning ásamt því að kynna uppgræðslustarf í nágrenni Litlu kaffistofunnar. Margir koma að uppgræðslunni sem nú er í gangi á svæðinu svo sem vinnuskólar Reykjavíkur og Kópavogs sem og verktakafyrirtæki en helst hafa lífræn úrgangsefni verið notuð til uppgræðslu á svæðinu.

Gestur samkomunnar er Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×