Sport

Danny Williams kemur inn fyrir Harrison

Danny Williams verður í eldlínunni í Belfast annað kvöld
Danny Williams verður í eldlínunni í Belfast annað kvöld AFP

Þungavigtarhnefaleikarinn Danny Williams hefur samþykkt að koma í stað Scott Harrison á hnefaleikakvöldinu í Belfast á annað kvöld, en Harrison hætti við að keppa til að fara í áfengismeðferð. Williams mun hita upp fyrir annan bardaga sinn við Matt Skelton með því að berjast við lítt þekktan Þjóðverja.

Aðalbardagi kvöldsins verður viðureign Eamonn Magee og Íranans Takaloo, en auk þess verður ungstirnið Amir Khan í eldlínunni á þessum sama viðburði. Útsending á Sýn hefst klukkan 21:00 annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×