Sport

Khan ætlar ekki að misstíga sig

Amir Khan verður í sviðsljósinu í Belfast um helgina í beinni á Sýn
Amir Khan verður í sviðsljósinu í Belfast um helgina í beinni á Sýn NordicPhotos/GettyImages

Hinn 19 ára gamla vonarstjarna Breta í hnefaleikum, Amir Khan, ætlar að láta vandræði þeirra Scott Harrison og Prince Naseem Hamed verða sér víti til varnaðar í framtíðinni, en þeir hafa báðir lent í miklum erfiðleikum utan hringsins og bardaga Harrison sama kvöld hefur verið frestað eftir að hann ákvað að fara í áfengismeðferð.

Khan stígur inn í hringinn í Belfast á Írlandi um helgina og hann segist ekki ætla að gera sömu mistök og forverar hans. Harrison hefur átt við áfengisvandamál að stríða og þjáist af þunglyndi og Prinsinn var dæmdur í fangelsi á dögunum fyrir glæfraakstur.

Bardagi Scott Harrison átti að vera stóri bardaginn í Belfast um helgina, en nú er ljóst að athyglin kemur til með að beinast öll að Amir Khan það kvöldið og fá áhorfendur Sýnar að fylgjast með í beinni útsendingu.

"Þessir atburðir hafa sannarlega opnað augu mín og ég mun ekki láta þessa hluti koma fyrir mig. Ég hef talað við þá báða og þeir eru fínir náungar, en það er algjör synd að Harrison skuli hafa dregið sig út úr bardaganum um helgina," sagði Khan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×