Sport

Bayern Munchen þýskur meistari

Söguleg stund: Michael Ballack og Uli Höness þjálfari faðmast í dag þegar titilinn var í höfn. Ballack er á förum frá Bayern og að öllum líkindum á leið til Chelsea.
Söguleg stund: Michael Ballack og Uli Höness þjálfari faðmast í dag þegar titilinn var í höfn. Ballack er á förum frá Bayern og að öllum líkindum á leið til Chelsea.

Jafntefli gegn Kaiserslautern dugði Bayern Munchen til að tryggja sér þýska meistaratitilinn í knattspyrnu í dag. Helstu keppinautarnir, Hamburg SV töpuðu 4-2 á útivelli á sama tíma gegn Hertha Berlin og eru 6 stigum á eftir Bayern þegar ein umferð er eftir. Þetta er 20. meistaratitill Bayern Munchen.

Werder Bremen sem er í 3. sæti náði að saxa á forskot Hamburg niður í eitt stig í baráttunni um 2. sætið með því að niðurlægja Köln 6-0.

Köln og Duisburg eru fallin úr deildinni en Wolfsburg og Kaiserslautern berjast um að halda sér í deildinni í lokaumferðinni.

Kaiserslautern er í fallsæti með 32 eftir 1-1 jafnteflið við meistara Bayern Munchen í dag en á sama tíma tapaði Wolfsburg fyrir Stuttgart, 2-1 og er einu stigi ofar með 33 stig fyrir lokaumferðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×