Sport

Kemst Bayern í sögubækurnar?

Leikmenn Bayern Munchen geta skráð nöfn sín á spjöld sögunnar með því að vinna tvöfalt í ár
Leikmenn Bayern Munchen geta skráð nöfn sín á spjöld sögunnar með því að vinna tvöfalt í ár AFP

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa sett stefnuna á að verða fyrsta liðið í sögu úrvalsdeildarinnar til að vinna bæði deild og bikar tvö ár í röð og á morgun gæti liðið tekið stórt skref í átt að þeim frábæra árangri með því að leggja Frankfurt í úrslitaleik bikarkeppninnar. Bayern er auk þess í lykilstöðu til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í 20. skipti og gæti í besta falli tryggt sér hann í næstu viku.

"Sigur í bikarkeppninni hér í landi hefur ekki sama vægi og til dæmis á Englandi, en það væri engu að síður stórkostlegt afrek að vinna tvöfalt tvö ár í röð - nokkuð sem engu þýsku liði hefur tekist í sögunni," sagði Magath. Bayern hefur 12 sinnum orðið bikarmeistari, en Frankfurt hefur fjórum sinnum lyft bikarnum - síðast árið 1988.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×