Sport

HBO ætlar að gera Hatton að stórstjörnu

Ricky Hatton er áhorfendum Sýnar að góðu kunnur og nú ætlar hann að slá í gegn í Bandaríkjunum með hjálp HBO-sjónvarpsstöðvarinnar
Ricky Hatton er áhorfendum Sýnar að góðu kunnur og nú ætlar hann að slá í gegn í Bandaríkjunum með hjálp HBO-sjónvarpsstöðvarinnar NordicPhotos/GettyImages

Ameríski kapalsjónvarpsrisinn HBO hefur lofað breska hnefaleikaranum Ricky Hatton að gera hann að stórstjörnu í Bandaríkjunum. Hatton hefur lengi dreymt um frægð og frama í Bandaríkjunum og nú hefur HBO lofað honum að gera hann jafn stóran þar í landi og hann er í heimalandinu. Hann berst við Luis Collazo í Bandaríkjunum þann 13. maí.

"Við höfum lengi haft augastað á honum og nú er kominn tími fyrir hann að slá í gegn í Bandaríkjunum," sagði talsmaður HBO í samtali við Boston Globe. "Ef einhver maður hefur það sem til þarf til að slá í gegn hérna, þá er það Ricky."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×