Sport

Mönchengladbach upp um 3 sæti í það sjötta

Borussia Mönchengladbach lyfti sér upp um þrjú sæti og í það sjötta með 2-0 sigri á Arminia Bielefeld í þýsku Bundesligunni í fótbolta í dag en tveir leikir fóru þá fram. Þá skildu Eintracht Frankfurt og Wolfsburg jöfn, 1-1.

Bayern Munchen er efst í deildinni þrátt fyrir ósigur á heimavelli í gær fyrir Hamburg, eru með 58 stig en Werder Bremen, sem gerði 1-1 jafntefli við Bayer Leverkusen er í 2. sæti með 50 stig. Mönchengladbach er með 33 stig í 6. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×