Sport

Ballack til Chelsea?

Michael Ballack hefur um árabil verði einn besti miðjumaður í heiminum og ljóst er að hann verður mjög eftirsóttur fram á sumarið
Michael Ballack hefur um árabil verði einn besti miðjumaður í heiminum og ljóst er að hann verður mjög eftirsóttur fram á sumarið AFP

Breskir fjölmiðlar hafa mikið fjallað um að Chelsea sé að undibúa stórt samningstilboð handa Michael Ballack hjá Bayern Munchen, en hann verður samningslaus í sumar. Leikmaðurinn sjálfur, sem og umboðsmaður hans vilja þó ekkert kannast við þessar fréttir.

Ballack er líklega einhver eftirsóttasti leikmaður heimsins í dag og hafa flest stóru liðin í Evrópu verið orðuð við hann á liðnum mánuðum. Í morgun var greint frá því að Chelsea væri að áforma að bjóða honum samning sem tryggði honum 120.000 pund í vikulaun, en bæði Ballack og umboðsmaður hans hafa vísað því á bug.

Ballack er 29 ára gamall og virðist ekki ætla að vera áfram hjá Bayern Munchen, en hann hefur þó sagt að hann vilji koma sínum málum á hreint fyrir HM í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×