Sport

Stjarnan vann HK

Simona Vintila leikmaður ÍBV. Hún skoraði tvö mörk gegn Víking í dag.
Simona Vintila leikmaður ÍBV. Hún skoraði tvö mörk gegn Víking í dag. Fréttablaðið/Pjetur

Stjarnan vann öruggan 30-22 sigur á HK á heimavelli sínum í Garðabæ en Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst Stjörnustúlkna með ellefu mörk og átti sannkallaðan stórleik. Henni næst kom Jóna Margrét Ragnarsdóttir sem skoraði átta mörk. Arna Sif Pálsdottir skoraði sex mörk fyrir HK og var markahæst í liði gestanna.

ÍBV lagði Víkingsstúlkur 16-13 í Víkinni í dag þar sem ótrúlega lítið var skorað. Pavla Pladminkara skoraði sex mörk fyrir ÍBV og Ingibjörg Jónsdóttir fjögur. Ásta Agnarsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Víkingsstúlkur.

KA/Þór gerði sér lítið fyrir og vann Gróttu en þetta var aðeins annar sigur Norðanstúlkna í deildinni í vetur en þær eru í næst neðsta sæti deildarinnar.

Staðan í deildinni eftir þrettán umferðir:

1. Valur - 22 stig

2. ÍBV - 21 stig

3. Haukar - 20 stig

4. Stjarnan - 19 stig

5. FH - 16 stig

6. Grótta - 10 stig

7. HK - 7 stig

8. Fram - 6 stig

9. KA/Þór - 4 stig

10. Víkingur - 3 stig








Fleiri fréttir

Sjá meira


×