Innlent

Ákvörðun um matsmenn frestað

Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, í dómssal.
Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, og Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, í dómssal. MYND/E.Ól.

Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði nú síðdegis ákvörðun um hvort hlutlausir matsmenn verði kallaðir til í Baugsmálinu. Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, óskaði eftir að hlutlausir sérfræðingar yrðu fengnir til að leggja mat á gögnin sem lögð hafa verið fram.

Gögnin sem Sigurður Tómas vill láta fara yfir eru meðal annars útskriftir af tölvupóstum og önnur rafræn gögn. Hann vill láta meta sönnunargildi gagnanna. Ágreiningur er milli ákæruvalds og verjenda um hvort kalla skuli til matsmenn og fá hvorir tveggja tækifæri til að gera grein fyrir sinni afstöðu þegar málið verður tekið fyrir á fimmtudag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×