Golf

Ætlar að skáka Tiger Woods

Els og Woods eru hér kátir saman á móti fyrr á þessu ári.
Els og Woods eru hér kátir saman á móti fyrr á þessu ári. NordicPhotos/GettyImages

Suður-Afríkubúinn Ernie Els hefur sett í gang þriggja ára markmið til að skáka Tiger Woods. Woods er langefstur á heimslista kylfinga þar sem Els situr í fimmta sæti.

„Ég sé árið 2007 sem byrjun á þriggja ára tímabili þar sem ég ætla að endurskipuleggja allan minn leik. Ég vil fara að vinna stærri titla og láta Tiger vinna fyrir verðlunafénu sínu,“ sagði Els ákveðinn en hann er óðum að ná sér eftir erfið hnémeiðsli.

„Ég ætla að setja mér þriggja ára markmið til að ná honum og hef fulla trú á því að mér takist það. Ég get virkilega farið að taka framförum núna og einbeitt mér að markmiðum mínum,“ sagði Els. - hþh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×