Handbolti

Kristján ráðinn þjálfari út tímabilið

Stjarnan réð í gær Kristján Halldórsson sem þjálfari karlaliðsins út þetta tímabil en Kristján tekur við starfinu af þeim Sigurði Bjarnasyni og Magnúsi Teitssyni sem sögðu upp störfum á dögunum. Það hafði gengið frekar brösuglega hjá Stjörnumönnum að finna nýjan mann en nú er loks orðið ljóst að Kristján stýrir skútunni til loka tímabilsins en hann hitti leikmennina í gærkvöldi.

Það er ekkert launungarmál að umhverfið í Garðabæ er gott og þetta er spennandi verkefni, sagði Kristján í gær en hann þjálfaði síðast kvennalið FH. Kristján er mjög reynslumikill þjálfari og hefur meðal annars þjálfað í Noregi og Danmörku.

Stjarnan stóð sig vel í fyrra en sofnaði svolítið eftir að það varð bikarmeistari. Liðið hefur ekki byrjað vel í vetur en þetta er langt mót og enn hægt að gera gott úr vetrinum. Ég hef trú á að ég geti snúið skútunni við, annars hefði ég ekki tekið verkefnið að mér, sagði Kristján.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×