Fótbolti

Tilboð væntanlegt í dag

Sænska 1. deildarliðið Norrköping mun í dag senda ÍA tilboð í Hafþór Ægir Vilhjálmsson, að sögn Vilhjálms Birgissonar, föður Hafþórs. „Liðin hafa verið að ræða sín á milli og framhaldið kemur betur í ljós þegar tilboðið verður skoðað. En eins og alltaf í þessum málum tekur þetta ferli ákveðinn tíma og þetta er allt á eðlilegum hraða," sagði Vilhjálmur. Hafþór æfði með Norrköping á dögunum og gekk vel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×