Golf

Endaði í 60. sæti

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 60. sæti á áskorendamóti sem fram fór í Toulouse í Frakklandi um helgina. Birgir Leifur lék á fimm höggum yfir pari á lokahringnum í gær, á alls 77 höggum, eftir að hafa byrjað mjög illa og lauk keppni á alls sex höggum yfir pari.

Birgir Leifur byrjaði mótið mjög vel og lék fyrstu tvo keppnishringina á 70 og 72 höggum en um helgina fataðist honum flugið og lék á 75 á laugardag og 77 höggum í gær, eins og áður segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×