Fótbolti

Vonlítið hjá Norrköping

Garðar Gunnlaugsson, Stefán Þórðarson og félagar í Norrköping töpuðu í gær þýðingarmiklum leik í sænsku 1. deildinni. Liðið á í mikilli keppni við Örebro um þriðja sætið í deildinni sem veitir umspilsrétt um úrvalsdeildarsæti og mættust liðin á heimavelli Norrköping.

Gestirnir unnu örugglega, 3-1. Garðar var óvænt settur úr byrjunarliðinu en hann kom inn á í hálfleik. Stefán Þórðarson lék hins vegar allan leikinn að venju. Norrköping er nú sex stigum á eftir Örebro þegar eingungis þrjár umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×