Fótbolti

Bayern komst í efsta sætið

Markinu frá Mark van Bommel var vel fagnað.
Markinu frá Mark van Bommel var vel fagnað.

Bayern München komst á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í gær með því að leggja i Alemannia Aachen 2-1. Gestirnir komust yfir í leiknum en svo skoruðu Claudio Pizarro og Mark van Bommel og tryggðu Bayern stigin þrjú.

Bayern er með tíu stig eftir fimm leiki eins og Schalke sem vann Wolfsburg 2-0. Hertha Berlín er með níu stig en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Mainz í gær. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom ekkert við sögu þegar Hannover gerði 1-1 jafntefli við Bayer Leverkusen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×