Golf

Heiðar endaði í 9. - 12. sæti

Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Kili, hafnaði í 9.-12. sæti á Thermia mótinu í gær en það er hluti af sænsku mótaröðinni. Heiðar lék á höggi undir pari fyrsta keppnisdaginn en lék síðan illa á öðrum degi eða á fimm höggum yfir pari vallarsins. Hann náði hinsvegar að laga stöðu sína umtalsvert í gær þegar hann lék á tveimur höggum undir pari.

Hann endaði því samtals á tveimur höggum yfir pari en hann fékk þrjá fugla í gær. Joakim Rask sigraði á Thermia mótinu á samtals sex undir pari en í öðru sæti varð Pelle Edberg sem lék á fimm höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×