Innlent

Reyndi að stela olíubíl ölvaður

Átján ára piltur var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir að hafa ölvaður reynt að aka á brott olíuflutningabifreið sem innihélt um þrjátíu þúsund lítra af bensíni, þar sem hún stóð við bensínstöð Atlantsolíu. Þetta gerðist í desember í fyrra og var pilturinn þá sautján ára gamall.

Pilturinn var á skilorði vegna þjófnaðar-, eignaspjalla- og fíkniefnabrota og var dæmdur í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, og greiðslu sjötíu þúsund króna sektar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×