Innlent

Þráðlaust net í Leifsstöð

Flugstöð Leifs Eiríkssonar Þráðlaust net er nú aðgengilegt í flugstöðinni.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar Þráðlaust net er nú aðgengilegt í flugstöðinni.

Nú geta gestir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tengst þráðlausu neti í flugstöðinni. Fyrst um sinn er netaðgengi aðeins í suðurbyggingu flugstöðvarinnar, eða nýju byggingunni eins og hún er oftast kölluð.

Innan skamms verður komið upp sendum í norðurbyggingu en það er ekki hægt að svo stöddu vegna framkvæmda í þeim hluta stöðvarinnar.

Það er stefna Flugstöðvarinnar að þráðlaust net verði á öllum helstu biðsvæðum og veitingasvæðum flugstöðvarinnar. Netinu er komið upp í samstarfi við TM software.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×