Innlent

Norskir lesendur fylgja Einari

Einar K. Guðfinnsson
Einar K. Guðfinnsson

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hringdi í norska kollega sinn, Helgu Pedersen, og kvartaði undan því að sjóræningjaskipi hefði verið veitt aðstoð fyrir nokkru.

Vefsíða norska sjávarútvegsblaðsins Fiskaren gerði könnun á því hver skoðun lesenda væri á kvörtun Einars. Niðurstaðan var afdráttarlaus. Allir sem tóku þátt í könnuninni voru sammála sjónarmiði Einars.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×