Innlent

Verstu umferðarhnútarnir óleysanlegir

mislægu gatnamótin Mikil fjölgun hefur orðið á mislægum gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hér sjást tölvugerðar myndir af gatnamótunum sem verið er að reisa á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvegar.
mislægu gatnamótin Mikil fjölgun hefur orðið á mislægum gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hér sjást tölvugerðar myndir af gatnamótunum sem verið er að reisa á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvegar.

Mislæg gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar hefðu mátt sín lítils gegn þeim umferðarþunga sem skapaðist á sunnudag þegar landsmenn flykktust heim úr fríum til að sjá úrslitaleik Frakka og Ítala á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þetta segir Jóhann Bergmann, deildarstjóri hjá Vegagerðinni.

Óslitin bílalestin á Suðurlandsvegi náði, þegar verst var, austur fyrir Selfoss og segir Jóhann að þótt mislægu gatnamótin komi til með að leysa oft og tíðum erfiðan umferðarhnút og greiða fyrir umferð inn í borgina þá sé nánast ómögulegt að sporna við tilvikum eins og sköpuðust á sunnudag.

Hafist var handa við gerð mislægu gatnamótanna í lok mars og á framkvæmdunum að vera lokið 1. nóvember. Verkið kostar fjögur hundruð milljónir.

Til viðbótar við mislægu gatnamótin er unnið að gerð undirganga á leiðinni út úr Mosfellsbæ en Jóhann segir það enginn áhrif munu hafa á umferðarflæði. Þá sé í bígerð að breikka allan Suðurlandsveginn á sama hátt og gert var á Sandskeiði nýlega. Sú framkvæmd er á forhönnunarstigi og verður sennilega ekki lokið fyrr en eftir þrjú ár hið minnsta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×