Innlent

Hagnast um 57 milljarða króna

 Hagnaður Alcoa nam 744 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur 57 milljörðum íslenskra króna á öðrum fjórðungi þessa árs. Þetta er besta afkoma í sögu fyrirtækisins, en hún er að mestu útskýrð með háu álverði og mikilli eftirspurn. Einnig hefur hagræðing verið aukin og tilkostnaður lækkaður, að sögn Alains Belda, stjórnarformanns Alcoa.

Alcoa er stærsti framleiðandi heims á súráli, hrááli og unnum álvörum. Fyrirtækið framleiðir málma sem notaðir eru í margs konar iðnaði, til dæmis við smíði samgöngutækja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×