Innlent

Hóta annarri vinnustöðvun

Starfsmenn IGS, dótturfyrirtækis Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, hafa hótað því að leggja aftur niður störf batni kjör þeirra ekki á næstunni. Ákvörðun verður líklega tekin á starfsmannafundi í kvöld, en starfsmenn hafa sagt að verði önnur vinnustöðvun muni IGS ekki fá jafn langan viðbragðsfrest og seinast.

Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri IGS, sagðist ekki kannast við þessar fullyrðingar starfsmanna og lítil hreyfing hafi verið á málinu síðan starfsfólkið neitaði tillögu stjórnenda IGS í seinustu viku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×