Innlent

Ók á öryggisbita og losaði

Tveir flutningabílar með gröfur á pallinum óku upp í öryggisslá við sunnanverð Hvalfjarðargöngin um hádegisbilið á mánudag.

Annar bílanna, sem seinna kom, ók á þvílíku afli á öryggisbitann þannig að hann losnaði en datt ekki. Öryggisbitinn er tuttugu sentimetrar að þykkt og úr gegnheilu járni.

Fyrri bíllinn slapp naumlega í gegn og munaði þar millimetrum að sögn lögreglu. Síðari bíllinn var stoppaður inni í göngunum, þar sem honum var gert að lækka arm gröfunnar sem hann ferjaði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×