Innlent

Tveir Litháar á Litla-Hrauni

Litháarnir tveir sem gripnir voru við komu hingað til lands á föstudaginn á Seyðisfirði, með tólf kíló af amfetamíni, sitja nú í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Mennirnir voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald og eru þeir geymdir í einangrun á Litla-Hrauni á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

Lögregla vill ekki gefa upp hvort mennirnir tengist einhverjum vitorðsmanni eða mönnum hér á landi, né hvort þeir tengist Litháanum sem gripinn var með amfetamínvökva í Leifsstöð í febrúar á þessu ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×