Sport

Kohler tekur við Duisburg

Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Jurgen Kohler var í dag ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Duisburg, sem er í bullandi fallbaráttu í deildinni. Kohler kemur í stað Norbert Meier sem var rekinn fyrir að skalla leikmann á dögunum. Kohler hefur aldrei þjálfað áður, en er ýmsum hnútum kunnugur í boltanum og varð m.a. heims- og Evrópumeistari með Þjóðverjum í tíunda áratugnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×