Sport

Jakob setti Íslandsmet

Jakob Jóhann Sveinsson setti tvö ný Íslandsmet á EM í sundi í 25 metra laug í Trieste á Ítalíu í morgun, þegar hann syndi 100 metra bringusund á tímanum 1 mín 51,1 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 1/100 úr sekúndu og bætti svo metið í 50 metrunum með því að synda á 28,33 sekúndum og bætti eldra metið um 0,04 sekúndur.

Jakob hafnaði í 23. sæti af 48 keppendum í undanrásunum í 100 metrunum. Anja Ríkey Jakobsdóttir synti 100 metra baksund á 2:3,83 og varð í 25. sæti af 38 keppendum og Ragnheiður Ragnarsdóttir synti 100 metra skriðsund á 56,21 sekúndu og varð 30. af 46 sundmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×