Sport

Hoyzer dómari í fangelsi í á þriðja ár

Hoyser fékk sem samsvarar 46.000 pundum og einu sjónvarpstæki fyrir að hagræða úrslitum í einum leikjanna sem hann var dæmdur fyrir
Hoyser fékk sem samsvarar 46.000 pundum og einu sjónvarpstæki fyrir að hagræða úrslitum í einum leikjanna sem hann var dæmdur fyrir NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnudómarinn Robert Hoyzer var í dag dæmdur í tveggja ára og fimm mánaða fangelsi fyrir að taka við mútugreiðslum í níu leikjum sem hann dæmdi á síðasta ári.

Þá var höfuðpaurinn í króatískum veðmálahring dæmdur í tæplega þriggja ára fangelsi vegna tengsla sinna við málið, en hann er talinn hafa hagnast um ríflega hálfa milljón punda eftir að Hoyzer hafði úrslitaáhrif á gang bikarleiks milli Hamburg og neðrideildarliðsins Paderborn með vægast sagt undarlegum dómum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×