Sport

Dallas - Denver í beinni

Dirk Nowitzki faðmar hér félaga sinn Josh Howard hjá Dallas, en þeir taka á móti Denver á heimavelli sínum í kvöld
Dirk Nowitzki faðmar hér félaga sinn Josh Howard hjá Dallas, en þeir taka á móti Denver á heimavelli sínum í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Leikur Dallas Mavericks og Denver Nuggets verður sýndur í beinni útsendingu klukkan 01:30 í nótt á NBA TV. Þar verður athyglisvert að fylgjast með einvígi þeirra Dirk Nowitzki hjá Dallas og Carmelo Anthony hjá Denver.

Dirk Nowitzki er stigahæsti leikmaður Dallas með 24,2 stig að meðaltali í leik og hirðir 8,5 fráköst. Hann lék mjög vel í síðasta leik fyrir Dallas, þó jafnvel væri búist við því að hann gæti ekki leikið vegna bakmeiðsla.

Carmelo Anthony skorar að meðaltali 18 stig í leik hjá Denver, en mikið mæðir á honum nú í fjarveru þeirra Nene og Kenyon Martin, sem báðir eru meiddir. Nene leikur varla meira með Denver á tímabilinu eftir að hafa meiðst illa í fyrsta leik liðsins á dögunum, en Martin er talinn tæpur fyrir leikinn í kvöld vegna hnémeiðsla.

Denver hefur unnið þrjá leiki og tapað fjórum, en Dallas hefur unnið fjóra og tapað tveimur. Dallas hefur aðeins spilað einn leik á heimavelli það sem af er og vann hann, en Denver hefur enn ekki unnið á útivelli. Denver hefur ekki náð að sigra í Dallas síðan í janúar í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×