Sport

Philadelphia - Dallas í beinni

NordicPhotos/GettyImages

Leikur Philadelphia 76ers og Dallas Mavericks verður í beinni útsendingu á NBA TV körfuboltastöðinni á Digital Ísland í kvöld. Þarna eru á ferðinni tvö skemmtileg lið, sem hafa á að skipa tveimur af betri leikmönnum heimsins, þeim Allen Iverson og Dirk Nowitzki.

Philadelphia hefur byrjað nokkuð illa á tímabilinu og hefur aðeins unnið einn af fjórum leikjum sínum og þar af hefur liðið tapað báðum heimaleikjum sínum. Dallas hefur unnið tvo leiki og tapað einum.

Allen Iverson er stigahæstur í liði Philadelphia með 31 stig að meðaltali í leik og 8 stoðsendingar, en Dirk Nowitzki er atkvæðamestur hjá Dallas með 26 stig að meðaltali í leik og 9,7 fráköst.

Leikurinn í kvöld hefst fljótlega eftir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×