Sport

Detroit enn taplaust

Tayshaun Prince
Tayshaun Prince NordicPhotos/GettyImages

Detroit Pistons heldur áfram sigurgöngu sinni í upphafi leiktíðar í NBA og í gær rúllaði liðið yfir Sacramento á útivelli 102-88. Milwaukee Bucks tapaði sínum fyrsta leik, en Los Angeles Lakers byrjar ágætlega.

Sacramento 88 - Detroit 102. Bonzi Wells skoraði 16 stig fyrir Sacramento, en Tayshaun Prince skoraði 25 fyrir Detroit.

Atlanta 97 - LA Lakers 103. Joe Johnson skoraði 26 fyrir Atlanta, en Kobe Bryant var með 37 stig fyrir Lakers.

Milwaukee 103 - Golden State 110. Troy Murphy skoraði 25 stig, Jason Richardson skoraði 23 og hirti 14 fráköst og Baron Davis var með 20 stig og 15 stoðsendingar hjá Golden State, en Mo Williams og Michael Redd skoruðu 21 stig fyriri Milwaukee.

Memphis 94 - Seattle 69. Pau Gasol og Shane Battier gerðu 20 stig hvor fyrir Memphis, en Ray Allen var stigahæstur hjá Seattle með 15 stig.

Houston 74 - Orlando 76. Steve Francis skoraði 27 stig fyrir Orlando, en Yao Ming skoraði 17 fyrir Houston, sem leikur enn án Tracy McGrady sem er meiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×