Sport

Prince semur við Detroit

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Tayshaun Prince hefur framlengt samning sinn við Detroit Pistons til fimm ára og fær fyrir það um 47 milljónir dollara í laun. Samningar milli umboðsmanns Prince og félagsins náðust á elleftu stundu, en ef það hefði ekki tekist, hefði Prince verði með lausa samninga næsta sumar.

Prince var valinn númer 23 í nýliðavalinu árið 2002, en fáir gerðu ráð fyrir því að hann yrði eins góður leikmaður og hann er í dag. Hann var lykilmaður í meistaraliði Pistons árið 2004 og er einn af betri varnarmönnum deildarinnar. Prince skoraði að meðaltali 14,7 stig, hirti 5,3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á síðasta tímabili og hefur bætt sig á hverju ári síðan hann kom inn í deildina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×