Sport

Fyrsta tap Grindvíkinga

Nokkrir leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og þá var einn leikur í kvennaflokki, þar sem Haukastúlkur skelltu Íslandsmeisturum Keflavíkur í Hafnarfirði, 66-48.

Grindvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik úrvalsdeild karla, þegar þeir töpuðu naumlega fyrir ÍR í Seljaskóla 85-84. Njarðvíkingar eru enn ósigraðir eftir að þeir völtuðu yfir Þór á Akureyri 69-111. Íslandsmeistarar Keflavíkur héldu sínu striki og unnu nauman sigur á KR í Keflavík 74-71. Fjölnir sigraði Hamar/Selfoss 93-110, Skallagrímur vann Hauka 90-87 og Snæfell vann Hött 88-83.

Njarðvíkingar eru í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki, en Keflvíkingar koma fast á hæla þeirra, en eiga leik til góða á granna sína.

Haukar og nýliðar Hattar sitja á botninum án stiga eftir fjórar umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×