Sport

Kominn tími til að vinna Arsenal

Martin Jol segir að tími sé til kominn að leggja Arsenal, en þessi lið eru miklir erkifjendur
Martin Jol segir að tími sé til kominn að leggja Arsenal, en þessi lið eru miklir erkifjendur NordicPhotos/GettyImages

"Arsenal er eitt besta lið síðustu tíu ára í deildinni og við höfum ekki unnið þá í sex ár, þannig að nú er kominn tími til að snúa þeirri þróun við. Við erum fyrir ofan þá í töflunni núna og vonandi getum við haldið þeirri stöðu," sagði Martin Jol.

Jol segist líka vilja vinna Arsenal, þó ekki væri nema til þess eins að sýna fram á að lið hans væri betra en það var í fyrra. "Þetta verður væntanlega eini heimaleikur okkar við Arsenal í ár og við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að Tottenham hefur aðeins tapað einum heimaleik frá því í desember í fyrra og það var gegn Chelsea nú um daginn. Það styrkir mína menn í trúnni," sagði Jol, en lið hans er sem stendur í þriðja sæti í deildinni og hefur hið unga lið komið nokkuð á óvart í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×