Sport

Getafe missti af toppsætinu

Lærisveinar Bernd Schuster töpuðu illa í gær
Lærisveinar Bernd Schuster töpuðu illa í gær NordicPhotos/GettyImages

Spútniklið Getafe missti af tækifæri sínu til að komast á topp spænsku fyrstu deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld, þegar liðið steinlá á útivelli gegn Real Sociedad 3-0. Mörkin komu öll í fyrri hálfleiknum, en þó leikur lærisveina Bernd Schuster hafi skánað í þeim síðari, náðu þeir ekki að rétta sinn hlut.

Real Zaragoza og Racing Santander skildu jöfn 1-1, eins og Alaves og Espanyol, en Atletico Madrid sigraði Cadiz auðveldlega 3-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×