Sport

Henry tæpur gegn Tottenham

NordicPhotos/GettyImages

Nárameiðsli Thierry Henry hjá Arsenal hafa nú tekið sig upp að nýju og að sögn knattspyrnustjórans Arsene Wenger eru ekki nema 30% líkur á að hann geti verið með í grannaslagnum við Tottenham á morgun.

"Ég myndi segja að væru um það bil 30% líkur á að Henry verði klár á laugardaginn. Hann kennir sér meins í náranum af því hann hefur spilað mikið síðan hann sneri aftur úr meiðslunum og því er nokkur óvissa með framhaldið," sagði Wenger. Jose Antonio Reyes og Freddie Ljungberg eru þó sagðir á góðum batavegi og vel má vera að þeir geti spilað gegn Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×