Sport

Frankfurt burstaði Schalke

Þýska úrvalsdeildarliðið Frankfurt er heldur betur í stuði þessa dagana, því eftir að hafa unnið Cologne 6-3 um helgina, burstaði Frankfurt lið Schalke í gærkvöldi 6-0. Schalke komst alla leið í úrslitin í fyrra, en voru niðurlægðir í gærkvöldi.

Af öðrum úrslitum má nefna að Hannover sigraði Aachen 4-2 á útivelli, Kaiserslautern lagði Erfurt, Bremen lagði Wolfsburg í vítakeppni og Freiburg sigraði Braunschweig 4-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×