Sport

Liverpool úr leik, Heiðar skoraði

NordicPhotos/GettyImages

Crystal Palace sló Evrópumeistara Liverpool út úr deildarbikarnum í kvöld og fullkomnaði slæma viku fyrir Rafael Benitez og hans mönnum. Dougie Freedman kom Palace yfir í leiknum, en Steven Gerrard jafnaði skömmu síðar. Það var svo Marco Reich sem gerði út um leikinn í síðari hálfleik og skaut Palace í 16-liða úrslitin.

Heiðar Helguson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fulham í kvöld og kom tryggði liði sínu framlengingu gegn West Brom, staðan 2-2 þar eftir venjulega leiktíma.

Aston Villa lagði Burnley 1-0, Blackburn lagði Leeds 3-0, þar sem Gylfi Einarsson lét reka sig af leikvelli undir lokin og Arsenal vann öruggan sigur á Sunderland 3-0 með tveimur mörkum frá Robin van Persie og einu frá Emmanuel Eboue.

Reading vann Sheffield United 2-0, Doncaster lagði Gillingham 2-0 og Mansfield tapaði heima fyrir Millwall 3-2.

Tveir leikir eru í framlengingu. Fulham er undir 3-2 gegn West Brom og Wigan hefur náð 1-0 forystu gegn Watford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×