Sport

Róttækar breytingar á tímatökum

NordicPhotos/GettyImages

Alþjóða bílasambandið samþykkti í gær að gera róttækar breytingar á tímatökum fyrir keppnir á næsta ári, þar sem keppt verður með útsláttarfyrirkomulagi. Nokkur lið eru vera mikið á móti þessum breytingum, sem eru gerðar með það fyrir augum að auka spennu og sjónvarpsáhorf.

Tímatökunum verður framvegis skipt í þrennt. Á fyrsta stiginu falla fimm bílar úr keppni eftir fyrstu 15 mínúturnar og aðrir fimm 15 mínútum síðar. Þeir 10 bílar sem komast í gegn um fyrstu tvö stigin, keppa þvínæst um stöðu á ráspól á 20 mínútum.

Það var Formúlueinvaldurinn Bernie Ecclestone sem hannaði þetta nýja fyrirkomulag og lagði það fram á fundinum, þar sem meðal annars var samþykkt að breyta reglum um dekkjaskipti til fyrra horfs.

Þá var einnig samþykkt að taka upp notkun sérstakra vængja á keppnisbílunum, sem eiga að auðvelda framúrakstur til muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×