Innlent

Sigurður Tómas settur saksóknari

Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, hefur engar athugasemdir við skipan Sigurðar Tómasar Magnússonar, formanns dómstólaráðs, sem ríkissaksóknara í Baugsmálinu. Gestur segir hins vegar að það komi honum á óvart að dómsmálaráðherra skuli telja sig hæfan til að skipa ríkissaksóknara í Baugsmálinu. Hann hafi samt ekki annað gott um þann mann að segja sem hefur verið valinn saksóknari. Gestur segist þekkja hann af góðu einu. Sigurður Tómas sé hæfur og góður lögfræðingur. Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, setti í dag Sigurð Tómas Magnússon, lögfræðing og fyrrverandi héraðsdómara og formann dómstólaráðs, í embætti sérstaks saksóknara í þrjátíu og tveimur ákæruatriðum í Baugsmálinu. Bogi Nilsson, ríkissaksóknari hafði áður lýsti sig vanhæfan til að sækja málið. Sigurður Tómas Magnússon er fæddur 15. júní 1960 og lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands vorið 1985. Hann hefur langan og fjölbreyttan feril að baki. Nú síðast var hann skipaður dómari við héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. júní 1996 til dagsins í dag og hefur frá 1. nóvember 2004 starfað sem sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík í leyfi frá dómarastörfum. Sigurður Tómas hefur á undanförnum árum ritað greinar og unnið að rannsóknum á ýmsum sviðum lögfræði og jafnframt sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum en hann var m.a. formaður dómstólaráðs frá 15. maí 1998 til 15. maí 2005.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×