Innlent

Hæfur til ritstjórnar

Á tveggja klukkustunda fundi í gær gerði Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins starfsmönnum blaðsins grein fyrir afskiptum sínum af Baugsmálinu og afstöðu sinni til upplýsinga sem Fréttablaðið hefur birt undanfarna daga um meðferð hans á gögnum sem málinu tengjast. Spurt var margra gagnrýninna spurninga um tölvupóst og fleira. Fundarmenn, sem Fréttablaðið talaði við í gær, töldu lofsvert að ristjórinn hefði kynnt sér Baugsmálið og gögn þess vel en lýstu efasemdum um að virk afskipti hans af framvindu málsins væri Morgunblaðinu til framdráttar. Fundinum lauk með lófataki. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins taldi Styrmir sig geta ritstýrt áfram fréttum Morgunblaðsins af Baugsmálinu þrátt fyrir það sem fram hefur komið. Ef Morgunblaðið byði hnekki og trúverðugleiki þess yrði dreginn í efa svo einhverju næmi myndi hann hins vegar íhuga afsögn. Gerð er grein fyrir efni fundarins á síðum Morgunblaðsins í dag.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×