Sport

Raikkönen sigraði á Spa

NordicPhotos/GettyImages
Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen heldur enn í vonina um að verða heimsmeistari í Formúlu 1 eftir góðan sigur á Spa brautinni í Belgíu í dag. Félagi hans Juan Pablo Montoya leiddi kappaksturinn lengst af, en lenti í óhappi og þurfti að hætta keppni. Fernando Alonso lét ekki sitt eftir liggja í dag og hafnaði í öðru sæti, sem þýðir að hann er enn í mjög sterkri stöðu þegar svo langt er liðið á keppnistímabilið. Sigur Raikkönen var hans sjötti á tímabilinu og annar sigur hans í röð á Spa brautinni. Heimsmeistarinn Michael Schumacher lenti einni í óhappi og þurfti að hætta keppni, en tímabilið hefur verið ein þrautarganga fyrir Þjóðverjann. "Þetta var fullkomin keppni fyrir okkur hjá McLaren og því var sérstaklega svekkjandi að sjá Montoya falla úr keppni. Ef Alonso hinsvegar heldur áfram að klára keppnirnar aðeins sæti á eftir okkur, eru vonir okkar um titilinn úr sögunni, en við munum ekki gefast upp svo glatt," sagði Finninn geðþekki. Staðan í keppni ökumanna og bílasmiða: 1. Fernando Alonso, Renault 111 stig, 2. Kimi Raikkönen, McLaren 86 stig, 3. Michael Schumacher, Ferrari 55 stig, 4. Juan Pablo Montoya, McLaren 50 stig. 1. Renault 152 stig, 2. McLaren 146 stig, Ferrari 90 stig, 4. Toyota 80 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×