Sport

Agassi í undanúrslit

NordicPhotos/GettyImages
Bandaríski tenniskappinn Andre Agassi er kominn í undanúrslit á opna bandaríska meistaramótinu í tennis, sem fram fer í New York um þessar mundir. Agassi bar sigurorð af landa sínum James Blake í gærkvöldi 3-2, eftir að hafa tapað tveimur fyrstu settunum. Í kvennaflokki komust þær Elena Dementéva frá Rússlandi og Mary Pierce frá Frakklandi í undanúrslit, en Dementéva sigraði Lindsay Davenport frá Bandaríkjunum og Pierce sigraði löndu sína Amelie Mauresmo í tveimur settum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×