Sport

Agassi sýndi gamla takta

Gamla kempan Andre Agassi er kominn í fjórðungsúrslit á Opna Bandaríska Meistaramótinu í tennis eftir að hann lagði Xavier Malisse, 6-3, 6-4, 6-7 (5-7), 4-6 og 6-2 í gærkvöldi. Agassi byrjaði mjög vel í leiknum, en náði ekki að klára andstæðing sinn sem barðist vel, en hinn 35 ára gamli Agassi hafði sigur á seiglunni. Agassi sigraði á þessu móti árið 1994 og 1999, en hann mætir hinum óútreiknanlega landa sínum James Blake í undanúrslitunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×