Sport

Sundmaður féll á lyfjaprófi

Ari Gunnarsson, 21 árs gamall sundmaður úr Ármanni, hefur verið úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi sem hann fór í þegar hann keppti í bikarkeppni Sundsambandsins í júlí. Sundsamband Íslands, Sundráð Reykjavíkur og Sunddeild Ármanns gáfu út yfirlýsingu vegna málsins í dag, þar sem atburður þessi er harmaður og deildirnar strengja þess heit að gera sitt til að svona lagað komi ekki fyrir aftur. Ari reyndist með allt of hátt magn testósteróns í líkamanum og viðurkenndi brot sitt undanbragðalaust þegar hann fór í lyfjaprófið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×