Sport

Landsliðið komið til Búlgaríu

Íslenska landsliðið í knattspyrnu lenti á flugvellinum í Sofíu í Búlgaríu fyrir klukkutíma en liðið leikur gegn heimamönnum á miðvikudag. Að sögn Loga Ólafssonar landsliðsþjálfara verður æfing síðdegis og síðan ein æfing á morgun. Heiðar Helguson og Indriði Sigurðsson eiga við meiðsli að stríða og á skoða þá á æfingu í dag. Þeir fóru útaf í fyrri hálfleik gegn Króatíu og við það riðlaðist leikur íslenska liðsins töluvert. Búlgaría er með átta stig í riðlinum fjórum stigum meira en Íslendingar en þeir skelltu 'Islendingum á Laugardalsvellinum 1-3 í fyrsta leik riðlilsins. Leikurinn fer fram á Vassili Levski vellinum á miðvikudag og verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 16.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×