Sport

Ísland sigraði í hjólreiðakeppni

Um helgina var háð hér á landi hin árlega hjólreiðalandskeppni milli Íslendinga og Færeyinga, þar sem fremstu hjólreiðagarpar þjóðanna etja kappi. Það voru Íslendingar sem hrósuðu sigri þetta árið, eftir að þeir færeysku höfðu haft betur þrjú ár í röð. Það var Gunnlaugur Jónasson úr hjólreiðafélaginu Hjólamönnum sem hafði sigur í einstaklingsflokki, en Gunnar Dahl Olsen úr hjólreiðafélagi Þórshafnar hafnaði í öðru sæti. Í unglingaflokki sigraði Torkil Veyhe frá Færeyjum með nokkrum yfirburðum. Á föstudaginn var hjólað við Nauthólsvík, á laugardag við Þingvelli og á sunnudag var hjólað í Hvalfirði og við Bláa Lónið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×