Sport

Ramos til Real Madríd

Real Madríd keypti í gær spænska varnarmanninn, Sergio Ramos frá Sevilla og borgaði fyrir hann rúma 2 milljarða króna. Real Madríd notaði því fjárhæðina sem félagið fékk fyrir söluna á Michael Owen og þurfti að bæta við 165 milljónum króna að auki. Sergio Ramos er 19 ára og hann skrifar undir 8 ára samning við Madrídarliðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×