Sport

Tveir reknir fyrir drykkjuskap

Lawrie Sanchez landsliðsþjálfari Norður Íra hefur rekið 2 leikmenn úr landsliðshópnum fyrir drykkjuskap. Jeff Whitley og Phil Mulryne leikmann Cardiff City duttu í það í gær þegar flugi þeirra frá Cardiff til Belfast var frestað. Þegar þeir skiluðu sér á hótel landsliðsins voru þeir búnir að missa af fyrstu æfingunni og héldu þá áfram að sitja á sumbli. Þeir verða því ekki með þegar Norður Írar mæta Aserum á laugardag og Englendingum á miðvikudag í undankeppni HM. Jeff Witley, sem lék hér á landi með u-21 árs liði Norður Íra á Kaplakrikavelli fyrir nokkrum árum, var þá leikmaður Manchester City. Nokkru síðar þurfti Kevin Keegan þáverandi stjóri City að reka hann frá félaginu, fyrir fyllerí. Í stað Whitley og Mylryne kom Andy Smith sóknarmaður Motherwell, Ivan Sproule, sem skoraði þrennu gegn Rangers um helgina með Hibs og Michael Duff varnarmaður Burnley.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×