Sport

Rusedski og Henman úr leik

Bestu bresku tenniskapparnir Tim Henman og Greg Rusedski eru báðir úr leik strax í fyrstu umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Henman tapaði fyrir Spánverjanum Fernando Verdasco í þremur settum og Rusedski tapaði fyrir Bandaríkjamanninum James Blake í fjórum settum. Svisslendingurinn Roger Federer, stigahæsti tenniskappi heims, komst hins vegar auðveldlega í 2. umferð, þegar hann burstaði Tékkann Ivo Minar í 3 settum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×